Menning

Hvað börnin segja um sjávarútveg

Sjávarútvegsráðuneytið og menntamálaráðuneytið standa fyrir samkeppni innan grunnskólanna í tilefni af því að 6. mars voru liðin 100 ár frá því að fyrsti íslenski togarinn, Coot, kom til heimahafnar í Hafnarfirði. Markmiðið með henni er að auka innsýn skólabarna í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Nemendur eiga að búa til sérstakan vef um efnið en kennarar og skólastjórnendur ákveða nánar hvernig staðið verður að því innan hvers skóla. Þeir geta tengt verkefnið ýmsum námsgreinum svo sem stærðfræði, heimilisfræði, íslensku, myndlist, sögu, líffræði eða samfélagsfræði ef þeim sýnist svo. Verkefnunum skal skilað til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 25. maí og vegleg verðlaun eru fyrir þrjú bestu verkefnin. Upplýsingar um keppnina er að finna á síðunum www.menntagatt.is og www.sjavarutvegsraduneyti.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.