Magnað og spennandi andrúmsloft 29. mars 2005 00:01 "Námið er byggt á aðalnámsskrá framhaldsskóla og er eins árs fullt nám, ætlað þeim sem hyggja á framhaldsnám í hönnun eða myndlist. Við höfum lagt áherslu á að hafa námið nokkuð opið þannig að fólk læri ákveðin vinnubrögð sem við teljum að séu því notadrjúg, hvort sem það tekur sér fyrir hendur nám í arkitektúr, myndlist eða eitthvað annað á þessu sviði. Við leggjum líka áherslu á teikningu og lita- og formskoðun. Nemendur byggja síðan á þessum grunni og leika meira lausum hala við sína verkefnavinnu í seinni hluta námsins. Yfirleitt tengjast verkefnin þá þeim brautum sem nemendurnir eru að hugsa um að feta í framhaldinu. Aldurstakmörk í deildina eru 18 ár og fólk þarf að hafa lokið 104 einingum í framhaldsskóla. Margir eru með stúdentspróf en það er ekki skilyrði en hinsvegar þarf fólk að hafa lokið um þriggja ára framhaldsskólanámi í almennum greinum. Við leggjum áherslu á að allir þeir sem kenna hjá okkur séu starfandi myndlistarmenn og hönnuðir. Okkur finnst það gefa góða raun. Nemendur eru í einu fagi í nokkrar vikur í senn frá klukkan níu til þrjú og vinna heimavinnuna sína eftir það. Þeir eru þá á kafi í því sem þeir eru að gera með fagfólki þennan tíma. Þetta skapar magnað og spennandi andrúmsloft. Og þótt námið byggi að mestu á verklegum þáttum þá skiptir fræðilegi þátturinn líka miklu máli. Við fáum inn frábæra fyrirlesara úr öllum mögulegum áttum. Þeir nemendur sem hafa farið í gegnum deildina á síðustu árum eru flestir komnir í framhaldsnám í tengslum við myndlist eða hönnun. Auk náms á myndlistar- og hönnunarsviði er hægt að stunda fullt nám í Myndlistarskólanum í keramikdeild og/eða taka kúrsa á kvöldnámskeiðum sem eru valáfangar á framhaldsskólastigi þar sem kennd er módelteikning, keramik og litafræði og margt fleira."María Gísladóttir með glerverk sem hún hugsar sér sem gegnsætt hótel.Mynd/E.ÓlHanna Birna Geirmundsdóttir vinnur að gerð skúlptúrs.Mynd/E.Ól Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Námið er byggt á aðalnámsskrá framhaldsskóla og er eins árs fullt nám, ætlað þeim sem hyggja á framhaldsnám í hönnun eða myndlist. Við höfum lagt áherslu á að hafa námið nokkuð opið þannig að fólk læri ákveðin vinnubrögð sem við teljum að séu því notadrjúg, hvort sem það tekur sér fyrir hendur nám í arkitektúr, myndlist eða eitthvað annað á þessu sviði. Við leggjum líka áherslu á teikningu og lita- og formskoðun. Nemendur byggja síðan á þessum grunni og leika meira lausum hala við sína verkefnavinnu í seinni hluta námsins. Yfirleitt tengjast verkefnin þá þeim brautum sem nemendurnir eru að hugsa um að feta í framhaldinu. Aldurstakmörk í deildina eru 18 ár og fólk þarf að hafa lokið 104 einingum í framhaldsskóla. Margir eru með stúdentspróf en það er ekki skilyrði en hinsvegar þarf fólk að hafa lokið um þriggja ára framhaldsskólanámi í almennum greinum. Við leggjum áherslu á að allir þeir sem kenna hjá okkur séu starfandi myndlistarmenn og hönnuðir. Okkur finnst það gefa góða raun. Nemendur eru í einu fagi í nokkrar vikur í senn frá klukkan níu til þrjú og vinna heimavinnuna sína eftir það. Þeir eru þá á kafi í því sem þeir eru að gera með fagfólki þennan tíma. Þetta skapar magnað og spennandi andrúmsloft. Og þótt námið byggi að mestu á verklegum þáttum þá skiptir fræðilegi þátturinn líka miklu máli. Við fáum inn frábæra fyrirlesara úr öllum mögulegum áttum. Þeir nemendur sem hafa farið í gegnum deildina á síðustu árum eru flestir komnir í framhaldsnám í tengslum við myndlist eða hönnun. Auk náms á myndlistar- og hönnunarsviði er hægt að stunda fullt nám í Myndlistarskólanum í keramikdeild og/eða taka kúrsa á kvöldnámskeiðum sem eru valáfangar á framhaldsskólastigi þar sem kennd er módelteikning, keramik og litafræði og margt fleira."María Gísladóttir með glerverk sem hún hugsar sér sem gegnsætt hótel.Mynd/E.ÓlHanna Birna Geirmundsdóttir vinnur að gerð skúlptúrs.Mynd/E.Ól
Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira