Erlent

Fjallað um ákvörðun Íslands í WP

Það var sorgardagur þegar Alþingi Íslendinga veitti Bobby Fischer ríkisborgararrétt, segir í ritstjórnargrein Washington Post í dag. „Skömm Íslands“ er fyrirsögn leiðara bandaríska stórblaðsins Washington Post um ákvörðum Alþingis Íslendinga að bjóða Bobby Fischer ríkisborgararétt. „Það var sorgardagur í sögu Íslendinga þegar þeir ákváðu að tengjast með þessum hætti manni sem gleymdi fyrir löngu öllu sem tengist velsæmi,“ segir í ritstjórnargreininni. „Þing lýðræðisþjóðar ætti ekki að hunsa það hversu djúpt Bobby Fischer hefur sokkið síðan að hann stóð á hátindi ferils síns árið 1972. Síðan þá hefur hann breyst í gyðingahatara, leikið skák í Júgóslavíu þrátt fyrir viðskiptabann og fagnað hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin árið 2001. Í viðtali kvaðst hann vona að herinn tæki Bandaríkin yfir, lokaði bænahúsum gyðinga og lokaði þá alla inni.“ „Það er ekki rétt að leggja fæð á Fischer,“ segir í ritstjórnargreininni. „Nær væri að vorkenna honum enda greinilega veikur maður á ferð. En það er engin ástæða fyrir Alþingi að upphefja hann með þeim hætti sem raun ber vitni - nema að það sé ætlunin að Íslendingar þurfi að skammast sín í hvert einasta skipti sem hinn nýi landi þeirra opnar munninn.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×