Menning

Stúlkur þurfa vísindi

Breskar konur þéna fjórtán prósent minna en karlmenn. Þetta segir talsmaður breska iðnaðarsambandsins að hluta til vera vegna þess að þær læra ekki eins mikla stærðfræði og raungreinar í skóla. Skólar þurfa að veita betri starfsráðgjöf og stelpur þurfa að sækjast eftir hærra launuðum störfum, bætir talsmaðurinn við að sögn fréttasíðu BBC. Verkalýðsfélög kenna fyrirtækjum um launamismun kynjanna og fara fram á skattskoðun til að tryggja sanngirni í launamálum. Stjórnvöld íhuga nú hvort lög eða skyldulaunamat séu nauðsynleg til að auka tækifæri kvenna á vinnumarkaðnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.