Menning

Ráðherrar vinveittir launþegum

Franski forsætisráðherrann Jean Pierre Raffarin hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að ræða við verkalýðsfélög um launahækkanir til almennra launþega og kveður þar við nýjan tón. Atvinnuleysi er yfir 10% í Frakklandi en þrátt fyrir að flest stórfyrirtæki sýni mikinn hagnað í ársskýrslum sínum hafa þau ekki fjölgað starfsfólki. Nú vill forsætisráðherrann að fyrirtækin taki þátt í að bæta kjör almennings. Einnig hefur hinn nýi efnahags- og viðskiptaráðherra Thierry Bretonne kynnt tillögur um að bjóða þeim fyrirtækjum skattafslátt sem láta starfsfólk sitt njóta hagnaðarins með launauppbót.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.