Innlent

Ríkið skaðabótaskylt

Íslenska ríkið var í gær dæmt til greiðslu tæpra sjö milljóna króna í skaðabætur vegna læknamistaka við meðferð á karlmanni á Sjúkrahúsi Akraness árið 1997. Voru mistökin talin hafa valdið því að beinsýking greindist seint hjá manninum og varð síðar að eyða hálslið hans, sem leiddi til varanlegrar örorku. Var Hæstiréttur sammála mati Héraðsdóms Reykjavíkur frá maí á síðasta ári þar sem talið þótti sannað að mistökin hefðu átt sér stað fyrir gáleysi lækna á Akranesi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×