Innlent

Þjóðar­sorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu klæðast svörtum slaufum.

Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni.

Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Við kynnum okkur vefsíðuna og ljóstrum upp um hvaða dag umferðin er þyngst í Reykjavík.

Þá sjáum við fallegar myndir af borgarísjaka sem sást rétt fyrir utan Blönduós í dag, hittum mæðgur sem prjóna ullarsokka fyrir úkraínska hermenn og ræðum við veðurfræðing í beinni útsendingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 29. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×