Menning

Telja sig geta lækkað verðið meira

Kaup Iceland Express á Sterling, stærsta lággjaldaflugfélagi Norðurlanda, munu væntanlega verða Íslendingum góð kjarabót á ferðalögum til fjarlægari landa, að sögn Almars Hilmarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Express.

"Það eru ýmsar hugmyndir í gangi en þær eru allar á frumstigi, enda kaupin nýafstaðin," segir Almar. "Tilgangurinn er þó meðal annars að tengja flug frá Íslandi vélum frá Sterling þannig að ferðalagið áfram geti gengið sem greiðast fyrir sig. Sömuleiðis að greiða götu erlendra ferðamanna hingað til lands. Við teljum okkur geta lækkað verð enn frekar, enda er það markmið í sjálfu sér -- að bjóða upp á ódýrar ferðir víða um heim," segir Almar.

Almar segir jafnframt að allt of mikið hafi verið gert úr töfum flugvéla Iceland Express, tafir hjá félaginu séu ekki meiri en hjá öðrum flugfélögum. "Það stendur ekki til að nota Sterling-vélarnar til að hlaupa í skarðið, enda engin ástæða til."

Almar segir að tengiflug á framandi slóðir verði auðveldur ferðamáti farþega Iceland Express.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.