Menning

Adam, Eva og eplið

Nú er nýlokið við Endurmenntunardeild Háskóla Íslands námskeiði í guðfræði fyrir almenning. Þeir sem misstu af því þurfa þó ekki að örvænta því nýtt námskeið hefst næstkomandi mánudag. Í þetta skipti verður fjallað um sköpunarsögurnar í Gamla testamenntinu. Kristinn Ólason, guðfræðingur og kennari á námskeiðinu, segir það ætlað öllum sem vilja kynna sér heim guðfræðinnar. "Þetta námskeið hentar öllu hugsandi fólki sem er tilbúið að velta málum fyrir sér á fordómalausan hátt," segir Kristinn. "Við förum yfir valda texta úr sköpunartexta Gamla testamentisins, veltum fyrir okkur bakgrunni þeirra, forsögu og hvaðan þessar hugmyndir koma, og ekki síst hvernig er verið að vinna með þær í Biblíutextanum." Kristinn segir alveg ljóst að þeir sem skrifa sköpunartexta Gamla testamentisins þekki eldri texta og séu að vinna með gamlar hefðir sem þeir setja í nýjan búning. "Það er aldrei fjallað um sköpun í Gamla testamentinu sem einhverja staðreyndafræði," segir Kristinn. "Við lesum hana þó gjarnan sem slíka og þannig er hún reyndar matreidd ofan í fólk. Þetta er eitt af þeim vandamálum sem ég vil ræða á námskeiðinu, hvernig og hvort við í nútímanum, sem horfum allt öðruvísi á tilurð heimsins, getum yfir höfuð notað þennan texta." Kristinn æltar að kynna nemendum efnið á lifandi og skemtilegan hátt og að sjálfsöguðu býður námsefnið upp á fjörugar umræður. Námskeiðið hefst mánudaginn 21. mars, en allar nánari upplýsingar má fá hjá Endurmenntun HÍ.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.