Menning

Kaffi virkar gegn krabba

Kaffibolli getur gert meira en að örva fólk heldur getur hann komið í veg fyrir algengustu gerð lifrarkrabbameins. Þetta er nokkuð sem japanskir vísindamenn halda fram og bera fyrir sig rannsókn á 90 þúsund manns. Samanburður var gerður á fólki sem drakk kaffi daglega eða því sem næst og svo þeim sem aldrei bragða þennan vinsæla drykk. Kom í ljós að kaffifólkið var helmingi ólíklegra til að fá lifrarkrabbamein. Kaffið er sem sagt ekki alslæmt en það er líka staðreynd að of mikið koffein getur verið slæmt fyrir aðra þætti heilsunnar - til dæmis taugakerfið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×