Menning

Margir undir lágmarkslaunum

Laun margra breskra starfsmanna eru lægri en lágmarkslaun því sumar ráðningarstofur draga ólöglega af þeim pening. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkalýðsfélags í Bretlandi. Þar segir að þessi bylgja hafi sérstaklega áhrif á erlenda verkamenn en margar ráðningarstofur draga af launum starfsmanna fyrir mat, ferðir, húsnæði og föt. Í skýrslunni kemur fram að margir láta ekki í sér heyra út af þessu vandamáli því þeir þekkja ekki lög um lágmarkslaun og eru hræddir um að missa vinnuna. Margir fá ekki einu sinni lágmarkstaxta, 4,85 pund, eða um 560 krónur, á tímann. Dæmi eru um að starfsmaður hafi aðeins haft tæplega átta þúsund krónur á viku til ráðstöfunar eftir að vafasöm ráðningarstofa hafði dregið af honum alls kyns kostnað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×