Brynjólfur segir sig úr stjórnunum 13. mars 2005 00:01 Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira