Brynjólfur segir sig úr stjórnunum 13. mars 2005 00:01 Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira