Menning

Gönguferðir efla athyglisgáfuna

Eldri borgarar ættu að fara reglulega í góðan göngutúr. Rannsóknir hafa leitt í ljós að andlegt atgervi, svo sem athyglisgáfa og minni, er til muna betra hjá þeim sem stunda reglubundna hreyfingu. Gerð var könnun á viðbragðsflýti og snerpu ríflega fjörutíu manna, á aldrinum 58 til 77 ára, að lokinni tveggja kílómetra göngu. Kom í ljós að þeir sem voru í góðu formi stóðu sig mun betur á prófi sem lagt var fyrir þá að göngunni lokinni. Vísindamenn sem starfa við Illinois-háskóla telja að ef eldri borgarar fari í gönguferð tvisvar til þrisvar í viku séu þeir að efla andlega getu sína. Það nægir að ganga frá 10 mínútum upp í 45 mínútur í senn -- allt eftir getu fólks.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×