Allir geta ræktað matjurtir 2. mars 2005 00:01 Námskeið um ræktun matjurta verður haldið í Námsflokkum Hafnarfjarðar í mars. Þar getur fólk meðal annars lært að rækta eigin hvítlauk, salöt og krydd. "Ég ætla að stikla á því helsta sem viðkemur ræktun mat- og kryddjurta í heimilisgörðum," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu. "Við munum til dæmis ræða um grundvallaratriði ræktunarinnar eins og jarðveginn og skoða staðsetningu, sáningu og forræktun matjurta." Auður segir að gríðarleg aukning hafi orðið á undanförnum árum á alls kyns tegundum til ræktunar. "Þetta helst í hendur við breytta matarmenningu. Áður var matjurtagarðurinn oft lítið horn í garðinum á bak við runna og í mesta lagi verið að rækta kartöflur og rófur. Nú er í boði mikið úrval af nýjum og spennandi tegundum og alltaf bætist við. Fólk getur auðveldlega ræktað alls konar salöt eins og til dæmis klettasalat, og matjurtir eins og steinselju, timían, sítrónumelissu, salvíu og graslauk svo eitthvað sé nefnt. Svo er matlaukurinn mjög spennandi, ég hef verið að rækta bæði skalotlauk og hvítlauk og það hefur gengið mjög vel." Auður bendir á að ekki þurfi mikið pláss fyrir matjurtagarð og í viðbót við notagildið séu matjurtirnar oft mjög fallegar og litskrúðugar. "Þá eru berjarunnar hvers konar að verða vinsælir aftur eins og rifs- og sólber og einnig er hægt að rækta stilkilsber. Aðalatriðið er að byrja smátt og á auðveldum tegundum. Það er auðvitað miklu skemmtilegra að borða jurtir sem maður ræktar sjálfur, að ég tali nú ekki um ef þær eru lífrænt ræktaðar." Þeir sem vilja fræðast meira geta skellt sér á námskeiðið í Námsflokkum Hafnarfjarðar sem hefst miðvikudagsvöldið 9. mars. Námskeiðið stendur þrjú miðvikudagskvöld. Nám Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Námskeið um ræktun matjurta verður haldið í Námsflokkum Hafnarfjarðar í mars. Þar getur fólk meðal annars lært að rækta eigin hvítlauk, salöt og krydd. "Ég ætla að stikla á því helsta sem viðkemur ræktun mat- og kryddjurta í heimilisgörðum," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu. "Við munum til dæmis ræða um grundvallaratriði ræktunarinnar eins og jarðveginn og skoða staðsetningu, sáningu og forræktun matjurta." Auður segir að gríðarleg aukning hafi orðið á undanförnum árum á alls kyns tegundum til ræktunar. "Þetta helst í hendur við breytta matarmenningu. Áður var matjurtagarðurinn oft lítið horn í garðinum á bak við runna og í mesta lagi verið að rækta kartöflur og rófur. Nú er í boði mikið úrval af nýjum og spennandi tegundum og alltaf bætist við. Fólk getur auðveldlega ræktað alls konar salöt eins og til dæmis klettasalat, og matjurtir eins og steinselju, timían, sítrónumelissu, salvíu og graslauk svo eitthvað sé nefnt. Svo er matlaukurinn mjög spennandi, ég hef verið að rækta bæði skalotlauk og hvítlauk og það hefur gengið mjög vel." Auður bendir á að ekki þurfi mikið pláss fyrir matjurtagarð og í viðbót við notagildið séu matjurtirnar oft mjög fallegar og litskrúðugar. "Þá eru berjarunnar hvers konar að verða vinsælir aftur eins og rifs- og sólber og einnig er hægt að rækta stilkilsber. Aðalatriðið er að byrja smátt og á auðveldum tegundum. Það er auðvitað miklu skemmtilegra að borða jurtir sem maður ræktar sjálfur, að ég tali nú ekki um ef þær eru lífrænt ræktaðar." Þeir sem vilja fræðast meira geta skellt sér á námskeiðið í Námsflokkum Hafnarfjarðar sem hefst miðvikudagsvöldið 9. mars. Námskeiðið stendur þrjú miðvikudagskvöld.
Nám Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira