Esjan er góður mælikvarði 24. febrúar 2005 00:01 Hjördís Harðardóttir göngugarpur ætlar að leiða hóp Íslendinga um stórbrotna náttúru Slóveníu. Hún veit ekkert skemmtilegra en gönguferðir á framandi slóðum. "Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum áratug og hef verið með algjöra göngudellu æ síðan. Ég var fertug og formið var ekki upp á sitt besta. Ég hætti að reykja, byrjaði að fara í göngutúra sem urðu með tímanum lengri og lengri," segir Hjördís Harðardóttir, göngukona með meiru. Hjördís hefur gengið vítt og breitt um Ísland en hún lætur það ekki duga því síðustu þrjú árin hefur hún skipulagt og stýrt gönguferðum um Pýreneafjöllin á Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að skipuleggja enn eina ferð í Pýreneafjöllin í haust en í millitíðinni ætlar hún að prófa spennandi gönguslóðir í Slóveníu. "Slóvenía er mjög spennandi enda náttúran alveg einstök. Við leggjum upp 16. júní með 45 manna hóp og ætlum að ganga í sex daga um hinn fræga Triglav-þjóðgarð sem er austasti hluti Alpafjallanna. Það er mikil menning og saga á þessum slóðum og við fetum í fótspor Hemingways því bók hans, Vopnin kvödd, gerist á þessum slóðum," segir Hjördís. Hún segir innfædda leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann. Ekki er hægt að bæta farþegum í þennan hóp en vegna fjölmargra fyrirspurna kann að svo að fara að efnt verði til annarrar ferðar í sumar. Hjördís segir gönguferð af þessu tagi ekki mjög erfiða en vissulega sé fólk á göngu mestanpart dagsins. "Hver og einn þarf að bera föt til skiptanna og hingað til hefur fólk ekki kvartað undan því. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta og fólk nýtur náttúrunnar og umhverfisins með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl eða lest. Það myndast ótrúlega skemmtileg stemning í gönguhópnum og fólk nýtur útiverunnar og samverunnar til hins ítrasta." Hún segir mikilvægt að fólk komi sér í form fyrir ferðina, þá verði lífið léttara og þar með skemmtilegra. "Ef fólk kemst upp á Esjuna og getur hreyft sig daginn eftir þá er allt í fína lagi. Esjan er góður mælikvarði," segir Hjördís Harðardóttir. Hægt er að kynna sér gönguferðirnar á heimasíðu ÍT-ferða á netinu. Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hjördís Harðardóttir göngugarpur ætlar að leiða hóp Íslendinga um stórbrotna náttúru Slóveníu. Hún veit ekkert skemmtilegra en gönguferðir á framandi slóðum. "Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum áratug og hef verið með algjöra göngudellu æ síðan. Ég var fertug og formið var ekki upp á sitt besta. Ég hætti að reykja, byrjaði að fara í göngutúra sem urðu með tímanum lengri og lengri," segir Hjördís Harðardóttir, göngukona með meiru. Hjördís hefur gengið vítt og breitt um Ísland en hún lætur það ekki duga því síðustu þrjú árin hefur hún skipulagt og stýrt gönguferðum um Pýreneafjöllin á Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að skipuleggja enn eina ferð í Pýreneafjöllin í haust en í millitíðinni ætlar hún að prófa spennandi gönguslóðir í Slóveníu. "Slóvenía er mjög spennandi enda náttúran alveg einstök. Við leggjum upp 16. júní með 45 manna hóp og ætlum að ganga í sex daga um hinn fræga Triglav-þjóðgarð sem er austasti hluti Alpafjallanna. Það er mikil menning og saga á þessum slóðum og við fetum í fótspor Hemingways því bók hans, Vopnin kvödd, gerist á þessum slóðum," segir Hjördís. Hún segir innfædda leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann. Ekki er hægt að bæta farþegum í þennan hóp en vegna fjölmargra fyrirspurna kann að svo að fara að efnt verði til annarrar ferðar í sumar. Hjördís segir gönguferð af þessu tagi ekki mjög erfiða en vissulega sé fólk á göngu mestanpart dagsins. "Hver og einn þarf að bera föt til skiptanna og hingað til hefur fólk ekki kvartað undan því. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta og fólk nýtur náttúrunnar og umhverfisins með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl eða lest. Það myndast ótrúlega skemmtileg stemning í gönguhópnum og fólk nýtur útiverunnar og samverunnar til hins ítrasta." Hún segir mikilvægt að fólk komi sér í form fyrir ferðina, þá verði lífið léttara og þar með skemmtilegra. "Ef fólk kemst upp á Esjuna og getur hreyft sig daginn eftir þá er allt í fína lagi. Esjan er góður mælikvarði," segir Hjördís Harðardóttir. Hægt er að kynna sér gönguferðirnar á heimasíðu ÍT-ferða á netinu.
Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira