Menning

Gullsmíðanámið lengist

Skólanám í gull- og silfursmíði lengist úr 58 einingum í 97 samkvæmt drögum að nýrri námskrá menntamálaráðuneytisins. Nám á vinnustað styttist hins vegar úr 120 vikum í 72. Meðalnámstími verðandi gull- og silfursmiða í skóla eykst úr þremur önnum í fimm samkvæmt nýju drögunum. Þar kemur einkum til þörf fyrir aukið nám á sviði hönnunar og tölvutækni og einnig verða fleiri þættir starfsnámsins teknir inn í skólann. Heildarnámstíminn eykst því ekki. Drögin, sem eru unnin af starfsgreinaráði hönnunar-og handverksgreina, eru aðgengileg á vefsvæðinu www.menntamalaraduneyti.is. Hagsmunaaðilum og almenningi gefst kostur á að senda athugasemdir og ábendingar um þau til 18. mars á netfangið namskra@mrn.stjr.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×