Kenna fólki að virkja eigin hugsun 22. febrúar 2005 00:01 Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum." Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum."
Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira