Dansar gegnum sagnfræðina 22. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Björnsdóttir hefur kennt listdans í yfir 30 ár og er enn að. Nú dansar hún líka gegnum sagnfræðina í Háskólanum og þótt hún sé í náminu fyrst og fremst til gamans brýst gamli metnaðurinn fram - að vilja standa sig vel á sviðinu. Ingibjörg er í mastersnámi í sagnfræðinni. Vinnudagurinn er stundum langur hjá henni því eftir fyrirlestrana í Háskólanum hendist hún suður í Hafnarfjörð að kenna dans í sviðslistabraut hjá námsflokkunum. Auk þess vinnur hún á skrifstofu nokkra tíma í viku og sinnir barnabörnunum sjö eftir bestu getu, ekki síst þegar veikindi og verkföll steðja að. "Ég hef alltaf haft óskaplega gaman af sagnfræði og það kom að því haustið 1998 að ég stakk mér á bólakaf í hana," segir hún brosandi þegar hún er spurð um tildrög þess að hún settist á skólabekk. Til að ljúka BA-gráðunni kveðst hún hafa tekið 60 einingar í sagnfræðinni og 30 í þjóðfræði. "Þjóðfræðin er ægilega skemmtileg líka," segir hún sannfærandi. Sjálf kenndi Ingibjörg danssögu í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem breyttist í Listdansskóla Íslands en hún var skólastjóri í þeim skólum í 20 ár. Fyrir utan það sem upp hefur verið talið er hún líka formaður Dansfræðafélagsins, sem stendur að ýmsum námskeiðum og meira að segja alþjóðlegum ráðstefnum. Nú kveðst hún þurfa að fara að hespa af ráðstefnuriti sem hvíli á hennar samvisku. "Það er dálítil samkeppni um tímann hjá mér," viðurkennir hún en segir þó sagnfræðina númer eitt. "Ég var dálítið hrædd til að byrja með en svo kom upp í mér kappið og það voru svo margar skemmtilegar námsgreinar að ég vildi helst engri sleppa. Ég fór í námið með því hugarfari að vera ekkert að rembast við að fá góðar einkunnir en hef átt erfitt með að læra það. Gamli metnaðurinn kemur upp og maður vill standa sig vel á sviðinu. Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ingibjörg Björnsdóttir hefur kennt listdans í yfir 30 ár og er enn að. Nú dansar hún líka gegnum sagnfræðina í Háskólanum og þótt hún sé í náminu fyrst og fremst til gamans brýst gamli metnaðurinn fram - að vilja standa sig vel á sviðinu. Ingibjörg er í mastersnámi í sagnfræðinni. Vinnudagurinn er stundum langur hjá henni því eftir fyrirlestrana í Háskólanum hendist hún suður í Hafnarfjörð að kenna dans í sviðslistabraut hjá námsflokkunum. Auk þess vinnur hún á skrifstofu nokkra tíma í viku og sinnir barnabörnunum sjö eftir bestu getu, ekki síst þegar veikindi og verkföll steðja að. "Ég hef alltaf haft óskaplega gaman af sagnfræði og það kom að því haustið 1998 að ég stakk mér á bólakaf í hana," segir hún brosandi þegar hún er spurð um tildrög þess að hún settist á skólabekk. Til að ljúka BA-gráðunni kveðst hún hafa tekið 60 einingar í sagnfræðinni og 30 í þjóðfræði. "Þjóðfræðin er ægilega skemmtileg líka," segir hún sannfærandi. Sjálf kenndi Ingibjörg danssögu í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem breyttist í Listdansskóla Íslands en hún var skólastjóri í þeim skólum í 20 ár. Fyrir utan það sem upp hefur verið talið er hún líka formaður Dansfræðafélagsins, sem stendur að ýmsum námskeiðum og meira að segja alþjóðlegum ráðstefnum. Nú kveðst hún þurfa að fara að hespa af ráðstefnuriti sem hvíli á hennar samvisku. "Það er dálítil samkeppni um tímann hjá mér," viðurkennir hún en segir þó sagnfræðina númer eitt. "Ég var dálítið hrædd til að byrja með en svo kom upp í mér kappið og það voru svo margar skemmtilegar námsgreinar að ég vildi helst engri sleppa. Ég fór í námið með því hugarfari að vera ekkert að rembast við að fá góðar einkunnir en hef átt erfitt með að læra það. Gamli metnaðurinn kemur upp og maður vill standa sig vel á sviðinu.
Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira