Menning

Ferðavenjur að breytast

Forráðamenn ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar ætla að bjóða upp á beint flug frá Akureyri til Tyrklands í ágústmánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíka ferð. Uppselt er í ferðina sem verður ein af mörgum beinum flugferðum félagsins frá Akureyri í sumar. Þetta þykir til marks um aukna útþrá landsmanna - og breyttar ferðavenjur.

Að sögn Harðar Gunnarssonar framkvæmdastjóra hefur bókun á sólarlandaferðum verið mun meiri í ár en á sama tíma í fyrra og tekur Bjarni H. Ingólfsson markaðsstjóri Heimsferða í sama streng, aukningin nemi allt að 30 prósentum.

Guðrún Sigurgeirsdóttir hjá Úrval Útsýn segir að ferðamáti Íslendinga sé að breytast. Þriggja vikna ferðir séu nánast að verða óþekkt fyrirbrigði. Guðný telur breytingarnar stafa af því að ferðir séu mun ódýrari nú en áður og því sækist Íslendingar í fleiri og styttri ferðir. Algengast er að fólk bóki vikuferðir og eru staðir eins og Costa del Sol og Kanaríeyjar meðal vinsælustu áfangastaðanna að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.