Menning

Athyglisbrestur og ofvirkni.

Les.is nefnist ný námsþjónusta sem nýlega tók til starfa við Ármúla í Reykjavík. Les.is býður upp á almenna sálfræðiþjónustu, -ráðgjöf og meðferð. Námsþjónustan leggur megináherslu á að aðstoða þá sem glíma við sértæka námserfiðleika svo sem athyglisbrest, ofvirkni og lesblindu. Kennd er svokölluð Davis-lesblinduleiðrétting en hún þykir árangursrík fyrir þá sem þurfa að taka sig á varðandi lestur og stafsetningu, rithönd, reikning, verklag, athygli og einbeitingu. Áður en kemur að sjálfri leiðréttingunni fer fram greining á skynfærni viðkomandi og segir greiningin til um hvort leiðréttingin sé líkleg til að koma að gagni. Þessi greining er notuð jafnt á börn sem fullorðna. Að greiningu lokinni er ákvörðun tekin um framhaldið. Eigandi og forstöðumaður Les.is er Sturla Kristjánsson kennari og sálfræðingur. Nánari upplýsingar um Davis-lesblinduleiðréttingu og námskeið er að finna á heimasíðunni les.is á netinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×