Námsefnið búið til jafnóðum 8. febrúar 2005 00:01 "Þetta nám gefur réttindi til kennslu í Waldorf-skóla eða leikskóla á Íslandi, en hingað til hefur fólk þurft að fara utan í þetta nám," segir Sigrún. "Námið er helgarnám, níu helgar á ári og tveir miðvikudagar í mánuði og mjög krefjandi vika einu sinni á sumri þar sem nemendur koma saman í skólanum í Lækjarbotnum. Námið tekur þrjú og hálft ár og við erum búin með eitt." Þegar þessi hópur lýkur námi árið 2007 er hægt að fara af stað aftur að sögn Sigrúnar. "Það er að segja ef nægur áhugi er fyrir hendi. Ég gæti jafnvel byrjað með nýjan hóp árið 2006, en þá þyrfti ég að vera viss um að áhuginn væri ósvikinn. Fólk hringir mikið til að spyrjast fyrir en ég þekki af reynslu að það er ekki nóg." Mikill munur er á kennslu í Waldorf-skóla og hefðbundnum skóla en í Waldorf-skólum er byggt á hugmyndafræði Rudolfs Steiners um mannspeki sem fjallar um andlega sýn á manneskjuna. "Það eru gerðar miklar kröfur til kennara í Waldorf-skólum því kennarinn þarf á skapandi og listrænan hátt að framlengja námsefnið fyrir börnin," segir Sigrún. "Það er ekki stuðst við kennslubækur heldur verður kennarinn hverju sinni að finna efnið sjálfur. Það er líka sú krafa á kennarann að hann, sem manneskja á þroskabraut standi undir því að vera fyrirmynd fyrir börnin. Fyrstu sjö árin læra börn með því að herma eftir en ekki með því að lesið sé yfir þeim. Þau vilja fá að vera með í öllu sem er að gerast í kringum þau og á leikskólanum er lögð áhersla á að skapa rólegt, fallegt og heimilislegt umhverfi þar sem börnin eru þátttakendur í öllu sem gerist. Frjáls leikur er líka undirstaða fyrir börnin vegna þess að þau vinna úr lífinu með leik. Síðan er í leikskólanum lögð mikil áhersla á gott fæði sem er allt lífrænt ræktað." Waldorf-skólanum lýkur við tíunda bekk og á lokaárinu eru nemendur allt árið að vinna stórt lokaverkefni með þema sem þau sjálf velja. Sigrún segir að tvær stórar kannanir hafi verið gerðar í Danmörku þar sem börnum úr Waldorf-skólum var fylgt eftir að námi loknu. "Það kom í ljós að dreifingin á fögum og starfi eftir skólann er nákvæmlega sú sama og í venjulegum skólum," segir Sigrún. "Það er sem sagt ekki rétt sem stundum er haldið fram að börn úr Waldorf-skólum séu ekki til annars nýtileg en verða listamenn, en námið er auðvitað mjög listrænt og skapandi. Uppeldisfræði Waldorf-stefnunnar miðar þó öll að því að gera nemendur að sterkum og heilum einstaklingum." StefánSigrún Harðardóttir er búsett í Danmörku, en er umsjónarmaður náms í Waldorf-uppeldis- og kennslufræði á Íslandi. Nám Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Þetta nám gefur réttindi til kennslu í Waldorf-skóla eða leikskóla á Íslandi, en hingað til hefur fólk þurft að fara utan í þetta nám," segir Sigrún. "Námið er helgarnám, níu helgar á ári og tveir miðvikudagar í mánuði og mjög krefjandi vika einu sinni á sumri þar sem nemendur koma saman í skólanum í Lækjarbotnum. Námið tekur þrjú og hálft ár og við erum búin með eitt." Þegar þessi hópur lýkur námi árið 2007 er hægt að fara af stað aftur að sögn Sigrúnar. "Það er að segja ef nægur áhugi er fyrir hendi. Ég gæti jafnvel byrjað með nýjan hóp árið 2006, en þá þyrfti ég að vera viss um að áhuginn væri ósvikinn. Fólk hringir mikið til að spyrjast fyrir en ég þekki af reynslu að það er ekki nóg." Mikill munur er á kennslu í Waldorf-skóla og hefðbundnum skóla en í Waldorf-skólum er byggt á hugmyndafræði Rudolfs Steiners um mannspeki sem fjallar um andlega sýn á manneskjuna. "Það eru gerðar miklar kröfur til kennara í Waldorf-skólum því kennarinn þarf á skapandi og listrænan hátt að framlengja námsefnið fyrir börnin," segir Sigrún. "Það er ekki stuðst við kennslubækur heldur verður kennarinn hverju sinni að finna efnið sjálfur. Það er líka sú krafa á kennarann að hann, sem manneskja á þroskabraut standi undir því að vera fyrirmynd fyrir börnin. Fyrstu sjö árin læra börn með því að herma eftir en ekki með því að lesið sé yfir þeim. Þau vilja fá að vera með í öllu sem er að gerast í kringum þau og á leikskólanum er lögð áhersla á að skapa rólegt, fallegt og heimilislegt umhverfi þar sem börnin eru þátttakendur í öllu sem gerist. Frjáls leikur er líka undirstaða fyrir börnin vegna þess að þau vinna úr lífinu með leik. Síðan er í leikskólanum lögð mikil áhersla á gott fæði sem er allt lífrænt ræktað." Waldorf-skólanum lýkur við tíunda bekk og á lokaárinu eru nemendur allt árið að vinna stórt lokaverkefni með þema sem þau sjálf velja. Sigrún segir að tvær stórar kannanir hafi verið gerðar í Danmörku þar sem börnum úr Waldorf-skólum var fylgt eftir að námi loknu. "Það kom í ljós að dreifingin á fögum og starfi eftir skólann er nákvæmlega sú sama og í venjulegum skólum," segir Sigrún. "Það er sem sagt ekki rétt sem stundum er haldið fram að börn úr Waldorf-skólum séu ekki til annars nýtileg en verða listamenn, en námið er auðvitað mjög listrænt og skapandi. Uppeldisfræði Waldorf-stefnunnar miðar þó öll að því að gera nemendur að sterkum og heilum einstaklingum." StefánSigrún Harðardóttir er búsett í Danmörku, en er umsjónarmaður náms í Waldorf-uppeldis- og kennslufræði á Íslandi.
Nám Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira