Bjartsýni í herbúðum Real 6. febrúar 2005 00:01 Það er bjart yfir herbúðum Real Madrid á nýjan leik í spænska boltanum enda hefur hinum brasilíska þjálfara Vanderlei Luxemburgo tekist að fá stjörnum prýtt lið Real til að vinna saman og fyrir vikið eru kröfuharðir áhorfendur á Bernabeu farnir að styðja við bakið á því á nýjan leik. Luxemburgo hefur nú stjórnað Real Madrid til sigurs í öllum sex leikjunum síðan hann tók við í ársbyrjun og setti meira að jafna met í 4-0 sigrinum á Espanyol í fyrrakvöld því enginn þjálfari þessa fornfræga félags hefur byrjað betur. Fyrsti sigurleikur Luxemburgo kom einmitt á frestuðum sjö mínútum í leik gegn Real Sociedad sem var hætt á sínum tíma vegna sprengjuhótunar og síðan hafa komið fimm sigurleikir til viðbótar. "Liðið er farið að spila vel af því að menn eru ánægðir," sagði brasilíski þjálfarinn eftir leikinn. "Leikmenn eru einbeittir en ekki þvingaðir. Við verðum samt að bæta okkar varnarleik því þeir fengu nokkur góð færi," bætti Luxemburgo við en hann hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Raúl, sem skoraði tvö mörk. "Við erum alls ekki komnir í góða stöðu því við þurftum sjö, átta, níu sigra í röð til að komast þangað sem við viljum. Þangað til vil ég ekki að mínir menn tali um Barcelona því við þurfum að einbeita okkur að þeim leikjum sem bíða okkar," sagði Luxemburgo eftir sigurinn á Espanyol. Real Madrid vann níu af fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu, sem þykir ekki mikið fyrir lið með risastjörnu í hverju horni, en undir stjórn Luxemburgo hefur liðið náð í 18 stig af 18 mögulegum og státar af markatölunni 16-3, sem er marki meira í plús en liðið náði í fyrstu 25 leikjum sínum en þá var markatalan 25-13. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Það er bjart yfir herbúðum Real Madrid á nýjan leik í spænska boltanum enda hefur hinum brasilíska þjálfara Vanderlei Luxemburgo tekist að fá stjörnum prýtt lið Real til að vinna saman og fyrir vikið eru kröfuharðir áhorfendur á Bernabeu farnir að styðja við bakið á því á nýjan leik. Luxemburgo hefur nú stjórnað Real Madrid til sigurs í öllum sex leikjunum síðan hann tók við í ársbyrjun og setti meira að jafna met í 4-0 sigrinum á Espanyol í fyrrakvöld því enginn þjálfari þessa fornfræga félags hefur byrjað betur. Fyrsti sigurleikur Luxemburgo kom einmitt á frestuðum sjö mínútum í leik gegn Real Sociedad sem var hætt á sínum tíma vegna sprengjuhótunar og síðan hafa komið fimm sigurleikir til viðbótar. "Liðið er farið að spila vel af því að menn eru ánægðir," sagði brasilíski þjálfarinn eftir leikinn. "Leikmenn eru einbeittir en ekki þvingaðir. Við verðum samt að bæta okkar varnarleik því þeir fengu nokkur góð færi," bætti Luxemburgo við en hann hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Raúl, sem skoraði tvö mörk. "Við erum alls ekki komnir í góða stöðu því við þurftum sjö, átta, níu sigra í röð til að komast þangað sem við viljum. Þangað til vil ég ekki að mínir menn tali um Barcelona því við þurfum að einbeita okkur að þeim leikjum sem bíða okkar," sagði Luxemburgo eftir sigurinn á Espanyol. Real Madrid vann níu af fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu, sem þykir ekki mikið fyrir lið með risastjörnu í hverju horni, en undir stjórn Luxemburgo hefur liðið náð í 18 stig af 18 mögulegum og státar af markatölunni 16-3, sem er marki meira í plús en liðið náði í fyrstu 25 leikjum sínum en þá var markatalan 25-13.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira