Menning

Vill ástarsamband við þjóðina

Stórtenórinn Placido Domingo vonast til að taka upp ástarsamband við íslensku þjóðina þegar hann kemur hingað og syngur fyrir tónleikagesti í mars. Hann stefnir að því að hafa fjölbreytt lagaúrval á dagskránni og jafnvel eitthvað íslenskt. Domingo segist njóta þess að syngja og að vera á sviði. Hann segist telja að líf sitt muni halda áfram að snúast um söng þótt hann hætti að taka þátt í óperusýningum. Þá muni hann syngja á tónleikum og stjórna uppfærslum. Sem stendur skemmtir hann sér konunglega og telur að ferill hans sem söngvari sé á fljúgandi ferð. Viðtal við stórtenórinn verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.