Erlent

Kjörsókn framar vonum

Kjörstöðum í Írak var lokað klukkan tvö í dag og svo virðist sem kjörsókn hafi farið fram úr björtustu vonum manna. Yfirkjörstjórn Íraks skýrði frá því að 72 prósent kjörgengra Íraka hafi kosið og fólk beið enn í biðröðum þegar kjörstöðum var lokað. Líklegt er að öllum þeim sem komnir voru á kjörstaði fyrir lokun verði leyft að kjósa. Fréttaskýrendur eru á einu máli um að þessi mikla kjörsókn sé undraverð, sérstaklega í ljósi hótana uppreisnarmanna um að taka hvern þann mann af lífi sem tæki þátt í kosningunum. Hryðjuverkamenn stóðu við stóru orðin í morgun og gerðu árásarhrinu á kjörstaði og ekki færri en tuttugu og fimm liggja í valnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×