Erlent

Fyrstu Írakarnir kjósa

Írakar í Ástralíu urðu í morgun fyrstir til þess að kjósa í sjálfstæðum kosningum í heimalandi sínu í heil fimmtíu ár. Fyrstu atkvæðin utan kjörfundar voru greidd í Ástralíu sem er eitt þeirra fjórtán landa þar sem Írakar, sem ekki eru búsettir í heimalandinu, geta kosið. Öryggisgæsla var mikil í morgun og þurftu kjósendur að setja töskur sínar í gegnumlýsingu auk þess sem öryggisverðir leituðu á þeim með málmleitartækjum. Nærri tólf þúsund Írakar í Ástralíu greiða atkvæði sem er mun dræmari kjörsókn en vonast hafði verið eftir, enda alls 80 þúsund Írakar kjörgengir í landinu. Atkvæðagreiðsla í hinum löndunum þrettán hefst í dag og stendur fram á sunnudag þegar kosið verður í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×