Menning

Meistarar í reikningshaldi

Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun hefur göngu sína í Háskólanum í Reykjavík í haust á vegum þess skóla og Tækniháskóla Íslands. Það er til undirbúnings undir löggildingu endurskoðenda og hentar einnig þeim sem vilja sérfræðiþekkingu á sviði reikningshalds í fyrirtækjum, að sögn Þorláks Karlssonar, forseta viðskiptadeildar HR. Ekki hefur áður verið boðið upp á nám á þessu sviði hér á landi en Þorlákur segir tillögu að náminu hafa komið frá Félagi löggildra endurskoðenda fyrir nokkrum árum. Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, hefur verið ráðinn til viðskiptadeildar HR til þess að þróa og stjórna nýja meistaranáminu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.