Erlent

Sami herafli í Írak út næsta ár

Bandaríski herinn mun halda núverandi liðsafla sínum í Írak út árið 2006 hið minnsta. Þetta er haft eftir háttsettum foringja innnan hersins í Washington Post í dag. 120 þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak auk 30 þúsund hermanna af öðru þjóðerni.  Í morgun var greint frá því að bandaríkjastjórn ætli að fara fram á áttatíu milljarða dollara aukafjárveitingu vegna stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. Verði beiðnin samþykkt hafa nærri 300 milljarðar bandaríkjadala farið í baráttuna gegn hryðjuverkum síðan 11. september árið 2001, eða sem svarar átján þúsund milljörðum íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×