Viðskipti innlent

Hlutafjáraukning og kaup

Actavis hyggur á hlutafjárhækkun að markaðsvirði um 30 milljarða króna samhliða skráningu í London, samkvæmt frétt sem birtist á vef Financial Times. Í fréttinni er fjallað um fyrirhugaða skráningu Actavis í kauphöllinni í London. Félagið hefur ekki sent frá sér tilkynningar um hlutafjárhækkun né heldur um tímasetningu skráningar. Financial Times segir einnig frá því að fyrirtækið sé að undirbúa mikilvæga yfirtöku á evrópsku félagi og hugleiði auk þess stór kaup í Bandaríkjunum til þess að brjóta sér leið inn á stærsta sameheitalyfjamarkað í heimi, sem er sá bandaríski. Samkvæmt frétt Financial Times stefnir félagið að því að tilkynna tímasetningu skráningar og hlutafjárútboðs í kjölfar ársuppgjörs síns. Actavis frestaði skráningu á erlendan markað fram á þetta ár og var sú skýring gefin að innleiðing reikningsskilastaðla réði þeirri ákvörðun.    





Fleiri fréttir

Sjá meira


×