Erlent

Skipulagðar misþyrmingar í Írak

Núverandi stjórnvöld í Írak stunda skipulagðar misþyrmingar á föngum sem sitja í fangelsum landsins og ólöglegar handtökur og pyntingar eru reglan fremur en undantekningin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa tekið viðtöl við níutíu írakska fanga á síðustu tveimur árum. Af þessum níutíu föngum höfðu sjötíu og tveir verið pyntaðir, jafnvel börn og unglingar í haldi yfirvalda, og nokkrir hlutu varanlegan skaða af misþyrmingunum. Það er kannski ekki að furða þó slíkar fregnir berist af meðferð írakskra yfirvalda á föngum því hersetuliðið hefur ekki verið nein fyrirmynd í þessum málum og er skemmst að minnast misþyrminga bandarískra hermanna á föngum í Abu Ghraib fangelsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×