Sport

Ljónin töpuðu óvænt gegn Haukum B

2. deildarlið Ljónanna mátti sætta sig við sitt fyrsta deildartap á tímabilinu þegar þeir steinlágu með 17 stigum, 70-87, fyrir b-liði Haukanna á Ásvöllum um helgina. Ljónin höfðu unnið átta fyrstu deildarleiki sína í sex mánaða sögu félagsins en liðið var einnig mjög nálægt því að slá út úrvalsdeildarlið Skallagríms í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar fyrr í vetur. Haukar byrjuðu veturinn ekki vel en hafa bætt sig með hverjum leik og unnu þarna sinn fimmta leik í röð. Haukar komust í 25-7 og komust mest í 23 stiga forustu í leiknum en Ljónin náðu muninum niður í fimm stig í seinni hálfleik. Ottó Þórisson skoraði 22 stig fyrir Hauka og þeir Þorsteinn Gunnlaugsson og Kristján Sveinsson skoruðu 17 stig hvor. Ragnar Ragnarsson skoraði mest 14 stig fyrir Ljónin en þjálfari þeirra Jón Júlíus Árnason var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli við dómara leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×