Kosningin styrkir Samfylkinguna 15. janúar 2005 00:01 Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Kosið verður í póstkosningu milli Össurar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar fyrir landsfundinn sem nú er fyrirhugað að halda í vor. Um fjórtán þúsund manns eru skráðir meðlimir. Ljóst er af samtölum við flokksmenn að hinn harði flokkskjarni hefur hallað sér meira að Össuri en óljósara er hvernig hinn almenni flokksmaður hagar atkvæði sínu. Þótt Ingibjörg Sólrún virðist í fljótu bragði ekki hafa þann gríðarlega meðbyr sem hún hafði eftir síðustu þingkosningar eru fjórir mánuðir langur tími í pólitík. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir of snemmt að draga neinar ályktanir en þetta óumflýjanlega uppgjör hafi legið þungt á flokksmönnum og því sé nauðsynlegt að klára málið sem fyrst. Hann segir líklegt að það sem tapar verði ekki varaformaður flokksins þannig að eftirleikurinn kalli ekki á náið samstarf þeirra í milli. Tíminn verði hins vegar að leiða í ljós hvort þeirra verði ofan á. Andrés segir Samfylkinguna vera að styrkjast og hún þoli því svona slag. Flokkurinn sé stór og í honum sé fólk sem kunni að vinna saman. Að sögn Andrésar er ætlunin að fara aldrei í þá skiptingu sem verið hafi í vinstriflokkunum í gamla daga. Andrés segist ekki ætla að gefa upp sína afstöðu til hvort þeirra hann kýs en vill að næsti varaformaður flokksins komi úr röðum unga fólksins. Hann segir mikið af hæfileikaríku fólki í þeirra röðum og skorar á unga flokksmenn að bjóða sig fram. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Kosið verður í póstkosningu milli Össurar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar fyrir landsfundinn sem nú er fyrirhugað að halda í vor. Um fjórtán þúsund manns eru skráðir meðlimir. Ljóst er af samtölum við flokksmenn að hinn harði flokkskjarni hefur hallað sér meira að Össuri en óljósara er hvernig hinn almenni flokksmaður hagar atkvæði sínu. Þótt Ingibjörg Sólrún virðist í fljótu bragði ekki hafa þann gríðarlega meðbyr sem hún hafði eftir síðustu þingkosningar eru fjórir mánuðir langur tími í pólitík. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir of snemmt að draga neinar ályktanir en þetta óumflýjanlega uppgjör hafi legið þungt á flokksmönnum og því sé nauðsynlegt að klára málið sem fyrst. Hann segir líklegt að það sem tapar verði ekki varaformaður flokksins þannig að eftirleikurinn kalli ekki á náið samstarf þeirra í milli. Tíminn verði hins vegar að leiða í ljós hvort þeirra verði ofan á. Andrés segir Samfylkinguna vera að styrkjast og hún þoli því svona slag. Flokkurinn sé stór og í honum sé fólk sem kunni að vinna saman. Að sögn Andrésar er ætlunin að fara aldrei í þá skiptingu sem verið hafi í vinstriflokkunum í gamla daga. Andrés segist ekki ætla að gefa upp sína afstöðu til hvort þeirra hann kýs en vill að næsti varaformaður flokksins komi úr röðum unga fólksins. Hann segir mikið af hæfileikaríku fólki í þeirra röðum og skorar á unga flokksmenn að bjóða sig fram.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira