Viðskiptahallinn eykst enn 13. október 2005 15:20 Viðskiptahalli hefur farið vaxandi síðustu misserin samhliða aukinni fjárfestingu og einkaneyslu. Innflutningur hefur vaxið á sama tíma og ytri aðstæður hafa haldið aftur af útflutningnum. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2004 nam viðskiptahallinn 36,3 milljörðum króna eða um 5,6% af landsframleiðslu samanborið við 5% árið 2003. Viðskiptahallinn í fyrra var mikill og umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Flest bendir til þess að hallinn muni verða enn meiri í ár. Stóriðjuframkvæmdir munu verða meiri í ár en í fyrra, gengi krónunnar stendur hærra og innlend eftrspurn verður líklega meiri eftir erlendri vöru og þjónustu. Þá má reikna með að vaxtagreiðslur af erlendum lánum aukist bæði vegna hækkandi vaxta ytra og aukinnar erlendrar skuldabyrði. Í þjóðhagsspá okkar, sem er frá því í september á síðastliðnu ári, reiknuðum við með að viðskiptahallinn færi í 10,9% af landsframleiðslu í ár. Þær breytingar sem orðið hafa á efnahagshorfum að undanförnu kalla ekki á breytingar á þeirri spá. Viðskiptahallinn er ógn við stöðugleika efnahagslífsins. Hann lýsir ójafnvægi, miklum framkvæmdum og litlum þjóðhagslegum sparnaði. Vandamálið felst í því að ólíklegt er að hagkerfið nái ytra jafnvægi án talsverðrar gengislækkunar krónunnar sem hefur þá áhrif til aukinnar verðbólgu, rýrnandi kaupmáttar og samdráttar í efnahagslífinu. Hvenær og hvort til þessa komi er óvissu háð en líkur eru á því að þetta ferli hefjist fyrir lok yfirstandandi tímabil stóriðjuframkvæmda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Viðskiptahalli hefur farið vaxandi síðustu misserin samhliða aukinni fjárfestingu og einkaneyslu. Innflutningur hefur vaxið á sama tíma og ytri aðstæður hafa haldið aftur af útflutningnum. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2004 nam viðskiptahallinn 36,3 milljörðum króna eða um 5,6% af landsframleiðslu samanborið við 5% árið 2003. Viðskiptahallinn í fyrra var mikill og umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Flest bendir til þess að hallinn muni verða enn meiri í ár. Stóriðjuframkvæmdir munu verða meiri í ár en í fyrra, gengi krónunnar stendur hærra og innlend eftrspurn verður líklega meiri eftir erlendri vöru og þjónustu. Þá má reikna með að vaxtagreiðslur af erlendum lánum aukist bæði vegna hækkandi vaxta ytra og aukinnar erlendrar skuldabyrði. Í þjóðhagsspá okkar, sem er frá því í september á síðastliðnu ári, reiknuðum við með að viðskiptahallinn færi í 10,9% af landsframleiðslu í ár. Þær breytingar sem orðið hafa á efnahagshorfum að undanförnu kalla ekki á breytingar á þeirri spá. Viðskiptahallinn er ógn við stöðugleika efnahagslífsins. Hann lýsir ójafnvægi, miklum framkvæmdum og litlum þjóðhagslegum sparnaði. Vandamálið felst í því að ólíklegt er að hagkerfið nái ytra jafnvægi án talsverðrar gengislækkunar krónunnar sem hefur þá áhrif til aukinnar verðbólgu, rýrnandi kaupmáttar og samdráttar í efnahagslífinu. Hvenær og hvort til þessa komi er óvissu háð en líkur eru á því að þetta ferli hefjist fyrir lok yfirstandandi tímabil stóriðjuframkvæmda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira