Viðskipti innlent

OR gæti hagnast um tvo milljarða

Orkuveita Reykjavíkur gæti hagnast um hátt í tvo milljarða með því að selja húsnæði nýju höfuðstöðvanna við Réttarháls og taka það aftur á leigu. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, staðfestir í viðtali við fréttastofuna að stórir fjárfestar hafi sýnt húsinu áhuga með það fyrir augum að leigja Orkuveitunni það aftur og hafi tölur á bilinu 4-5 milljarðar verið nefndar í óformlegum tilboðum þeirra. Kostnaður við nýju aðalbygginguna er tæplega 3,3 milljarðar. Alfreð segir óneitanlega freistandi að losa þessa fjármuni og verja þeim til virkjanaframkvæmda á Hellisheiði, sem nú standa yfir, en að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það. Tilboðin sýni hins vegar að þessi fjárfesting standi fyllilega fyrir sínu. Rétt er að taka fram að dæmi eru um þegar eignarhaldsfélög kaupa atvinnuhúsnæði af fyrirtækjum og leigja þeim þau aftur til langs tíma að við þær aðstæður greiði þau hærra gangverð fyrir húsnæðið en ella, og leigutakinn greiði líka hærri leigu en almennt gerist á markaðnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×