Tekur framhaldsskólann á 2 árum 5. janúar 2005 00:01 "Það er frekar erfitt að vakna snemma svona fyrst eftir jólafríið," segir Þykkvabæingurinn Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, sem þó var mætt galvösk í skólann í gærmorgun. Enda dugar ekkert slór þar sem skólinn heitir Hraðbraut og hóf göngu sína í ágúst 2003. Ragnhildur var með frá upphafi og verður því meðal fyrstu stúdentanna sem útskrifast þaðan eftir tveggja ára nám ef allt fer eftir áætlun. Henni finnst þetta ekki mikið mál og kveðst alveg eiga líf fyrir utan skólann. "Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir hún og útskýrir fyrirkomulagið í skólanum. "Hér er sambland af bekkjar- og áfangakerfi og kennt á náttúrufræði- og málabraut. Skóladagurinn er frá 8.30-16.15 alla daga og við eigum ekki að þurfa að læra heima nema við séum með ritgerðir eða önnur stærri verkefni. Kennslan er þrjá daga vikunnar en hina tvo situr fólk yfir okkur þar sem við erum að læra. Við tökum þrjú fög fyrir í einu, lærum þau í fjórar vikur og í fimmtu vikunni eru lokapróf í þeim. Í sjöttu vikunni eru upptökupróf fyrir þá sem falla en hinir eru í fríi." Allt hljómar þetta vel en hvað liggur á og hvað kostar pakkinn? "Þetta eru algengar spurningar," segir Ragnhildur rólega og svarar þeim svo frá sínum bæjardyrum. "Mér finnst bara fínt að klára þetta á tveimur árum fyrst það er hægt. Sumir spyrja hvernig ég tími að missa af tveimur skemmtilegum skólaárum en ég lít ekki svo á að ég sé að missa af neinu og þó svo að 190 þúsund fari í skólagjöld á ári fyrir utan skólabækur þá er það fljótt að vinnast upp ef maður kemst tveimur árum fyrr í háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Auk þess kostar alltaf mikið fyrir fólk utan af landi að vera í framhaldsskóla." En hver skyldi svo stefnan vera að stúdentsprófi loknu hjá þessari einörðu skólastúlku? "Ég ætla að fá mér vinnu næsta haust og taka eitthvað pínulítið í háskóla með til þess að kynnast honum," svarar hún og hraðar sér í næstu kennslustund. Nám Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Það er frekar erfitt að vakna snemma svona fyrst eftir jólafríið," segir Þykkvabæingurinn Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, sem þó var mætt galvösk í skólann í gærmorgun. Enda dugar ekkert slór þar sem skólinn heitir Hraðbraut og hóf göngu sína í ágúst 2003. Ragnhildur var með frá upphafi og verður því meðal fyrstu stúdentanna sem útskrifast þaðan eftir tveggja ára nám ef allt fer eftir áætlun. Henni finnst þetta ekki mikið mál og kveðst alveg eiga líf fyrir utan skólann. "Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir hún og útskýrir fyrirkomulagið í skólanum. "Hér er sambland af bekkjar- og áfangakerfi og kennt á náttúrufræði- og málabraut. Skóladagurinn er frá 8.30-16.15 alla daga og við eigum ekki að þurfa að læra heima nema við séum með ritgerðir eða önnur stærri verkefni. Kennslan er þrjá daga vikunnar en hina tvo situr fólk yfir okkur þar sem við erum að læra. Við tökum þrjú fög fyrir í einu, lærum þau í fjórar vikur og í fimmtu vikunni eru lokapróf í þeim. Í sjöttu vikunni eru upptökupróf fyrir þá sem falla en hinir eru í fríi." Allt hljómar þetta vel en hvað liggur á og hvað kostar pakkinn? "Þetta eru algengar spurningar," segir Ragnhildur rólega og svarar þeim svo frá sínum bæjardyrum. "Mér finnst bara fínt að klára þetta á tveimur árum fyrst það er hægt. Sumir spyrja hvernig ég tími að missa af tveimur skemmtilegum skólaárum en ég lít ekki svo á að ég sé að missa af neinu og þó svo að 190 þúsund fari í skólagjöld á ári fyrir utan skólabækur þá er það fljótt að vinnast upp ef maður kemst tveimur árum fyrr í háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Auk þess kostar alltaf mikið fyrir fólk utan af landi að vera í framhaldsskóla." En hver skyldi svo stefnan vera að stúdentsprófi loknu hjá þessari einörðu skólastúlku? "Ég ætla að fá mér vinnu næsta haust og taka eitthvað pínulítið í háskóla með til þess að kynnast honum," svarar hún og hraðar sér í næstu kennslustund.
Nám Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira