Menning

Inflúensan komin á kreik

Inflúensan er komin hingað til lands og tilfellunum fjölgar jafnt og þétt að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. "Það er svona stígandi í þessu. Yfirleitt tekur 6 til 8 vikur fyrir svona inflúensufaraldur að ganga yfir þannig að reikna má með því að það verði talsvert mikið um lasleika nú í janúar. Þó fer engum sögum af því að menn séu fárveikir en auðvitað er inflúensa aldrei skemmtileg." Haraldur segir inflúensu bæði af A og B stofni hafa greinst og spurður um mismun á þeim svarar hann. "Það er inflúensa A sem er alltaf mest að angra okkur, það er hún sem fer um heiminn og er síbreytileg þannig að okkar gömlu mótefni virka ekki nógu vel en alltaf er reynt að hafa bóluefnið sem líkast þeirri veiru sem er í gangi. B veiran er stöðugri og smitast ekki eins hratt. Hún er svona til hliðar við hina."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×