Viðskipti innlent

Í takt við spár markaðarins

Actavis hagnaðist um 1,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi, eða um 23,2 milljónir evra, sem er yfir sextíu prósentum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Markaðsaðilar gerðu ráð fyrir að hagnaður Actavis yrði um 1,9 milljarðar. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var rúmlega 3,5 milljarðar króna, sem er nokkuð umfram spár markaðarins.

Frá áramótum hefur Actavis hagnast um 3,3 milljarða króna þannig að afkoman á þriðja ársfjórðungi var betri en á öllum fyrri hluta ársins. Actavis hefur vaxið mikið á árinu og er komið í hóp fimm stærstu fyririrtækja heims á samheitalyfjamarkaði. Nú er svo komið að yfir fimmtungur tekna félagsins kemur frá Norður-Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×