Viðskipti innlent

Gæti skipt um flugvöll ytra

Flugfélagið Sterling gæti innan skamms hætt að fljúga til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Í staðinn verði Malmö-flugvöllur notaður fyrir starfsemi flug­félagsins líkt og lággjaldaflugfélagið Ryanair gerir. Þessu lýsti Hannes Smárason, forstjóri FL Group, yfir í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld.

Nú standa yfir viðræður um kaup ástralsks fyrirtækis á flugvallastarfsemi Kaupmannahafnar. Er talið að flugvallargjöld kunni að hækka í kjölfarið sem muni fæla burt lággjaldaflugfélög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×