Betra að hafa herbergið þrifalegt 29. desember 2004 00:01 Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær." Nám Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær."
Nám Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira