Erlent

Níu liggja í valnum

Níu fórust og 39 særðust í sprengjuárás í Bagdad í gær. Leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks sjía var skotmark árásarmannsins en hann sakaði hins vegar ekki. Tilræðismaðurinn ók að heimili Abdul Aziz al-Hakim, forseta Íslamska byltingarráðsins í Írak, annars stærsta stjórnmálaflokks sjía og leiðtoga sameinaðs framboðs sjía-flokka, og sprengdi þar sjálfan sig í loft upp. Níu manns létu lífið og 39 særðust í sprengingunni en al-Hakim sakaði hins vegar ekki. Ammar, sonur al-Hakims, telur að stuðningsmenn Saddams Hussein hafi staðið á bak við tilræðið en þeir eru flestir úr hópi súnnía. Þeir óttast um sinn hag nái sjíar völdum í kosningum sem eiga að fara fram í næsta mánuði og hafa því setið um líf leiðtoga sjía-múslima undanfarin misseri. Þannig var Mohammed Baqir al-Hakim, eldri bróðir Abdul Aziz, ráðinn af dögum fyrir rúmu ári síðan. Einn stærsti stjórnmálaflokkur súnnía tilkynnti í gær að hann hyggðist sniðganga kosningarnar í næsta mánuði, þannig að enn dvína líkurnar á vel heppnuðum kosningum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×