Erlent

Stærsti flokkur súnníta hættur við

Stærsti flokkur súnníta í Írak hefur hætt við þátttöku í kosningunum sem fram eiga að fara þann 30. janúar næstkomandi. Talsmenn flokksins segja að ekki hafi verið orðið við kröfum sem flokkurinn setti fram og setti sem skilyrði fyrir þátttöku. Flokksmenn eru þrátt fyrir þetta ekki hvattir til að sniðganga kosningarnar.  Að minnsta kosti níu menn fórust og fjörutíu særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar helsta stjórnmálaflokks sjíta í Bagdad í Írak í morgun. Flokkurinn var stofnaður í stjórnartíð Saddams Husseins og voru leiðtogar hans í útlegð þar til Saddam var steypt af stóli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×