Menning

Gengur og hjólar á milli staða

"Ég er svo heppin að eiga ekki bíl þannig að ég geng mjög mikið. Það er minn ferðamáti - að ganga og hjóla. Það er mjög praktísk leið til að komast á milli staða og alls ekki meðvituð hollustuhreyfing en ákaflega hressandi," segir Guðfríður Lilja og hlær dátt. Aðspurð um hvort hún hugsi um mataræðið tekur Guðfríður andköf. "Jesús góður, ég er mesti sælkeri sem ég þekki og þekki ég þó marga. Ég er algjör súkkulaðifrík. Ég fæ mér kökur og tertur hvenær sem ég get. Ég er aldrei í neinum megrunarpælingum og vigta mig til dæmis ekki. Hins vegar fer ég reglulega í átak til að hætta að borða sætt þannig að ég er mjög meðvituð um hollan mat. Mér finnst bara pínulítið erfitt að koma því í verk að borða hann í staðinn fyrir sætt," segir Guðfríður en bætir við að allt horfi þetta til betri vegar. "Ég er að þroskast sem manneskja og það eru teikn á lofti um að ég sé að fullorðnast. Ég vona að sætindaþráhyggjan fari að linast samfara því."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×