Erlent

Þúsundir hermanna til Íraks

Fimmtán létust og um fimmtíu manns slösuðust þegar tvær öflugar bílasprengjur sprungu í nágrenni við græna beltið í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Pentagon tilkynnti í gær að þúsundir hermanna yrði sendir til Íraks til að reyna tryggja ástandið fyrir kosningarnar sem fram fara í næsta mánuði. Sprengjunum var komið fyrir í nágrenni opinberra bygginga og erlendra sendiráða þar sem gríðarlegri öryggisgæslu er haldið uppi. Sjónarvottar segja mikinn svartan reykjarmökk hafa lagst yfir miðborgina í kjölfar sprenginganna. Þetta er annað sprengjutilræðið á jafn mörgum dögum sem beinast gegn íröskum lögreglumönnum. Pentagon tilkynnti í gær að þúsundir hermanna yrði sendir til Íraks til að reyna tryggja ástandið fyrir kosningarnar sem fram fara í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að 150 þúsund bandarískir hermenn verði þá að störfum í landinu, sem eru mun fleiri menn en tóku þátt í innrásinni í landið í mars árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×