Erlent

Blóðugur dagur í Bagdad

Hryðjuverkamenn myrtu nær þrjátíu manns þegar þeir létu til skarar skríða með tveimur árásum í Bagdad. Abu Musab al-Zarqawi, sem Bandaríkjamenn og Írakar freistuðu að ná með árásinni á Falluja, lýsti árásunum á hendur sér. Fjórtán létust og nítján særðust í sprengjuárásum nærri mosku sjíamúslima í Al-Adhamiya hverfinu í Bagdad. Um 60 menn réðust á lögreglustöð annars staðar í borginni og skutu á hana með hríðskotarifflum og sprengjuvörpum. Þegar skotfæri lögreglumannanna kláruðust réðust árásarmennirnir til inngöngu, drógu lögreglumennina með sér upp á þak lögreglustöðvarinnar og myrtu þá með því að skjóta þá í höfuðið. Árásirnar í gær voru fyrstu stórfelldu árásirnar í Bagdad frá því 40 létust í sprengjuárásum 30. september, fórnarlömbin þá voru mest megnis börn. Fimm létust og sautján særðust þegar skotið var úr sprengjuvörpum á stjórnarbyggingar í Mosul í norðurhluta Írak. Einn bandarískur hermaður lést og tveir særður þegar ráðist var á bílalest sem þeir voru í. Íraskur vegfarandi lést eftir að ráðist var á bandaríska herdeild í Mosul.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×