Hasssending stíluð á föðurinn 1. desember 2004 00:01 Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrstu sendinguna flutti maðurinn inn í varadekki á bíl sínum. Hann fór með Norrænu til Danmerkur þar sem hann keypti tvö kíló af hassi í júní í fyrra. Fíkniefnin afhenti hann vini sínum sem tók að sér að selja hassið ásamt öðrum manni. Til að fjármagna fíkniefnakaupin tók hann bankalán. Í september sama ár fór maðurinn aftur til Danmerkur og keypti fimm kíló af hassi fyrir söluverðmæti frá síðstu ferð. Þar keypti hann einnig dekk og felgur til að fela hassið í. Hassinu kom hann fyrir í dekkjunum inni á hótelherbergi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið í vandræðum með að koma efnunum fyrir í dekkjunum enda með fimm ára starfsreynslu á hjólbarðaverkstæði. Dekkin sendi hann með Dettifossi til Íslands og stílaði sendinguna á einn manninn sem einnig er ákærður í málinu. Í þriðju ferðina fór maðurinn í desember á síðasta ári og keypti hann þá átta kíló af hassi. Hann faldi hassið með sama hætti og í sendingunni á undan. Í þetta skipti stílaði hann sendinguna á föður sinn. Faðir mannsins var handtekinn þegar hann sótti dekkin á vöruhótel Eimskips í janúar síðastliðnum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið fyrr en hann var handtekinn. Hann hefði ekki haft grun um að hass væri í sendingunni sem var stíluð á hann, enda sonur hans bæði bindindismaður á áfengi og tóbak. Aðspurður hvort hann væri ekki syni sínum reiður fyrir að senda hassið á hans nafni sagðist hann vera búinn að fyrirgefa honum og hefði meiri áhyggjur af þeim vanda sem sonur hans væri staddur í. Hinir mennirnir tveir hafa játað sölu á hluta efnanna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrstu sendinguna flutti maðurinn inn í varadekki á bíl sínum. Hann fór með Norrænu til Danmerkur þar sem hann keypti tvö kíló af hassi í júní í fyrra. Fíkniefnin afhenti hann vini sínum sem tók að sér að selja hassið ásamt öðrum manni. Til að fjármagna fíkniefnakaupin tók hann bankalán. Í september sama ár fór maðurinn aftur til Danmerkur og keypti fimm kíló af hassi fyrir söluverðmæti frá síðstu ferð. Þar keypti hann einnig dekk og felgur til að fela hassið í. Hassinu kom hann fyrir í dekkjunum inni á hótelherbergi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið í vandræðum með að koma efnunum fyrir í dekkjunum enda með fimm ára starfsreynslu á hjólbarðaverkstæði. Dekkin sendi hann með Dettifossi til Íslands og stílaði sendinguna á einn manninn sem einnig er ákærður í málinu. Í þriðju ferðina fór maðurinn í desember á síðasta ári og keypti hann þá átta kíló af hassi. Hann faldi hassið með sama hætti og í sendingunni á undan. Í þetta skipti stílaði hann sendinguna á föður sinn. Faðir mannsins var handtekinn þegar hann sótti dekkin á vöruhótel Eimskips í janúar síðastliðnum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið fyrr en hann var handtekinn. Hann hefði ekki haft grun um að hass væri í sendingunni sem var stíluð á hann, enda sonur hans bæði bindindismaður á áfengi og tóbak. Aðspurður hvort hann væri ekki syni sínum reiður fyrir að senda hassið á hans nafni sagðist hann vera búinn að fyrirgefa honum og hefði meiri áhyggjur af þeim vanda sem sonur hans væri staddur í. Hinir mennirnir tveir hafa játað sölu á hluta efnanna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira