Engir landsleikir hér heima 30. nóvember 2004 00:01 Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira