Erlent

Danskur herforingi fær dóm

Fyrrverandi foringi í leyniþjónustu danska hersins hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að leka innihaldi leyniskýrslu um gereyðingarvopn í Írak. Foringinn, Frank Grevil, sakaði einnig Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra um að hafa logið til þess að afla stuðningi við innrásina í Írak. Leyniþjónustan hefur vísað orðum Grevils á bug. Danmörk lagði til herskip og kafbát þegar innrásin var gerð og 500 danskir hermenn eru við friðargæslu í suðurhluta Íraks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×