Menning

Latibær heiðraður

Latibær hlaut í gær viðurkenningu Náttúrulækningafélags Reykjavíkur fyrir árið 2004 vegna forvarnastarfs hans í þágu barna. Björg Stefánsdóttir hjá Náttúrulækningafélaginu segir hann sérstaklega vel að heiðrinum kominn enda brýni hann fyrir börnum að hugsa vel um heilsu sína, borða hollan mat og hreyfa sig. "Hann kennir líka börnum hvað jákvæð mannleg samskipti eru mikilvæg í lífinu og beinir til þeirra á skýran og uppbyggilegan hátt að þau þurfa að bera ábyrgð á eigin heilsu," segir hún og er ekki í vafa um að á þennan hátt hjálpi Latibær mörgum foreldrum við uppeldi barna sinna." Það er stefna Náttúrulækningafélagsins að styðja þá sem hvetja unga sem aldna til betra lífs. Það hefur á síðari árum heiðrað ýmsa fyrir störf sín með þessum hætti og má þar nefna Ástu Erlingsdóttur grasalækni og Brauðhúsið í Grímsbæ sem framleiðir sérstök hollustubrauð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×