Menning

Hvíldu þig, hvíld er góð

Of lítill svefn eykur líkur á offitu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Kolumbía háskólanum í Bandaríkjunum. Skoðuð voru tengsl holdarfars og svefnvenja hjá 18 þúsund einstaklingum og í ljós kom að þeir sem sváfu 4 tíma eða minna að meðaltali voru meira en 70% líklegri til að þjást af offitu en þeir sem meira sváfu. Niðurstöðurnar koma nokkuð á óvart, því fólk brennir færri hitaeiningum á meðan það sefur. Talið er líklegt að lítill svefn trufli boðefnabúskap líkamans, þannig að fólki finnst það oftar vera hungrað, þó að líkamann vanti í raun réttri ekki frekari orku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.