Lífið

Viðhald á teppi

Það er útbreiddur misskilningur að teppi verði aldrei jafn góð ef þau eru bleytt. Það sem á að varast er að teppi séu blaut lengi. Það á alltaf að ryksuga með góðri ryksugu og mjög mikilvægt er að skipta oft um poka. Blauthreinsun með litlum kraftlausum vélum í misjöfnu ástandi geta verið skaðleg fyrir teppin, jafnvel eyðilagt þau. Milli þess sem teppaeigendur sjálfir blettahreinsa og ryksuga eru til hreinsunaraðferðir sem krefjast ekki mikils tækjabúnaðar né kunnáttu. Til dæmis þurrhreinsun með kornefni sem má gera annaðhvort með leiguvélum eða einföldum verkfærum. Fyrirtæki sem selja þurrhreinsibúnað eru til dæmis Ensím ehf. og Marpól ehf. Regluleg teppahreinsun fagmanna með reynslu, kunnáttu og öflugar hreinsivélar er þó nauðsynleg til að viðhalda teppum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.